Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

76 Hann kipptist til en komst í gegn. Úlfur ók beint af augum, nánast út í bláinn. Hann hafði misst sjónar á vélinni. Hvoru megin var hún? Hann ók út á miðja braut og leit í kringum sig. Þarna var hún. Við enda flugbrautarinnar og að snúa við. Tilbúin að gefa allt í botn og takast á loft. Hún yrði flogin út í bláinn eftir örfá augnablik, í mesta lagi tíu. Úlfur steig bensíngjöfina í botn. Hvít og rauð ljós blikkuðu á vélinni. Var hún komin með flugheimild? Vissi fólkið í turninum að vélin var að fara á loft? Vissi fólkið í turninum að það voru krakkar um borð, fangar? Er ekki flugumferðarstjórn á Reykjavíkurflugvelli eins og í Keflavík? Eða er allt frjálst á svona litlum völlum? Sendiferðabíllinn var kraftmikill. Átti hann að taka sénsinn að aka beint á vélina eða bara ógna henni. Hvenær átti hann að beygja frá. Flugvélar geta ekki tekið beygju á fullri ferð á flugbraut. Hann vissi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=