Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

53 spurði hann lögguna. „Við getum ekki bara hangið hér.“ „Skipinu hefur verið snúið við og eftir hálftíma munum við leita í því. Þá kemur í ljós hvort bílarnir eru í gámnum og síminn þinn. Og kannski eitthvað meira sem á ekki að vera þar. Við höfum enga trú á því að vinir þínir séu um borð í skipinu. En við útilokum ekkert.“ „Ég er ekki að fara heim,“ sagði Úlfur ákveðinn. Hann var í baráttuham þótt hann skylfi af kulda og spenningi. „Ekki ég heldur,“ sagði Amina og leit á lögguna. Lögreglukonan svaraði engu. Auðvitað gerðu þau sér grein fyrir því að þau gætu ekki hangið með löggunni allt kvöldið. Þetta mál var dauðans alvara og yrði leyst af fagfólki. Skyndilega birtist alvörugefinn maður í dyragættinni. Hann virti krakkana fyrir sér, leit síðan á lögreglukonurnar, gekk svo

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=