Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

52 Farið heim Úlfur og Amina sátu þögul á lögreglustöðinni. Vissu ekki hvert þau áttu að horfa. Hann nagaði neglurnar og neitaði að fara heim. Amina hafði hringt í foreldra sína og sagt að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur og Úlfur hafði hringt í mömmu sína. Hún fékk hálfgert áfall en eftir að hafa talað við lögregluna andaði hún léttar. Samt sagðist hún ætla að sækja son sinn. Úlfur harðneitaði. „Ég verð hér, mamma,“ sagði hann ákveðinn. Mömmu hans brá af því sonur hennar hafði aldrei fyrr notað þennan tón. „Ég myndi brjálast ef ég þyrfti að bíða heima eftir fréttum. Þau eru í lífshættu, mamma. Lífshættu!“ Hún róaðist og sagðist bíða hans heima. Úlfur stóð upp, leit út um gluggann, gekk um gólf og settist. Hann vildi halda áfram að leita að vinum sínum. „Hvað næst?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=