Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

50 Úlfur ætlaði að hlaupa en fæturnir hlýddu ekki. Hann gekk hratt í gegnum gámasvæðið og þráði að hitta heiðarlegt fólk sem kæmi honum til bjargar. Honum varð að ósk sinni því hávaxinn maður í appelsínugulum vinnugalla birtist á rafmagnshjóli. „Ert þú ekki að villast, ungi maður?“ „Hvert var þetta skip að fara?“ spurði Úlfur æstur og fór næstum að gráta. „Til Þýskalands, frekar en Spánar. Ég er ekki með allar brottfarir á hreinu,“ sagði maðurinn og benti síðan á skiltið. „Ertu ólæs, sástu ekki skiltið?“ „Ég var að elta menn á tveimur bílum sem rændu vinum mínum og síminn minn var í öðrum bílnum og bíllinn er í gámnum sem er í þessu skipi sem er að sigla í burtu.“ Úlfur var óðamála og benti út á sjó. „Það er verið að ræna vinum mínum. Þú verður að hringja í lögguna.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=