Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

49 og enginn kastaði björgunarhring niður til Úlfs af því enginn sá hvað gerðist. Hann greip í járnstiga á bryggjunni og byrjaði að toga sig upp. Skrokkurinn var eins og þúsund tonn. Hann hallaði höfðinu að stiganum og andaði nokkrum sinnum djúpt. Hann vissi ekki hvort honum var kalt eða heitt. Það skipti engu máli. Vinir hans voru honum efst í huga. Voru Brynhildur, Torfi og Morati virkilega læst inni í gámi á leið til útlanda? Eða var verið að blekkja alla? Það tók hann nokkrar mínútur að fikra sig upp á bryggjuna. Þaðan fylgdist hann með skipinu sigla á brott. Alls kyns hugsanir þvældust um í höfðinu á Úlfi. Voru þetta mannræningjar eða þjófar? Kannski hvoru tveggja. Atvinnumenn kunna að fela slóð og villa um fyrir fólki. Líklega hélt stelpan á HELP miðanum til að fá Úlf til að elta bílinn og finna húsið, liggja í leyni og svo elta? Eða var um eintómar tilviljanir að ræða?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=