Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

35 bílinn.“ „Ég?“ sagði Amina móð og másandi, mest af ótta. „Hvað á ég að segja?“ „Allt sem þú ert búin að sjá. Bara allt.“ „Úlfur tók við síma Aminu og leitaði að Find my iPhone appinu. Síðan sló hann inn símanúmerið sitt og samstundis birtist rauður depill á skjánum. „Það er bara 7% eftir af batteríinu,“ sagði Amina og reisti hjólið sitt upp. „Sjitt,“ sagði Úlfur en settist á hjólið. „Það verður að duga. Ég elti bílinn og þú ferð til löggunnar. Löggustöðin er á Hlemmi við endann á götunni til vinstri. Drífðu þig. Láttu þá svo hringja í númerið þitt svo þeir viti hvar við erum.“ Að svo mæltu brunaði Úlfur af stað. Amina stóð eftir með tárin í augunum. Ein og yfirgefin og ráðþrota. Hún hafði aldrei á ævinni talað við lögregluna og hafði ekki hugmynd um hvað hún ætti að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=