Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

34 „Kannski læst niðri í kjallara. Eða í bílskúrnum og ...“ Úlfur þagnaði en bætti svo við: „Ég er algjör hálfviti.“ „Eigum við líka að fara inn?“ „Nei,“ svaraði Úlfur ákveðinn. „Ég treysti ekki fólkinu.“ Hann hafði varla sleppt orðinu þegar bílflaut heyrðist hinum megin við húsið. Fólkið í stofunni hreyfði sig hratt og risinn virtist rífa í Morati og Torfa. Sá sköllótti greip í Brynhildi og síðan voru þau dregin út. Úlfur rauk á fætur og þau hlupu að húsinu og kíktu laumulega fyrir hornið. Risinn dró Morati og Brynhildi inn í aftursæti á jeppa sem var í gangi fyrir utan húsið en konan, sá sköllótti og stelpa settust inn í rauðu Toyotuna. „Komdu,“ sagði Úlfur og dró Aminu frá húsinu. „Lánaðu mér símann þinn,“ sagði hann þegar þau hlaupu að hjólunum. „Þú hjólar niður á lögreglustöð en ég elti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=