Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

28 „sussssið“ var á íslensku eða útlensku. Risinn stóð í dágóða stund og rýndi út í myrkið. Þegar ljós kviknaði í stofunni sást þessi stóri, þrekni maður betur. Tveir aðrir menn, kona og telpa héldu á nokkrum plastkössum inn í stofu. Svaladyrnar voru enn opnar. Kvöldkyrrðin bar öll hljóð auðveldlega manna á milli. Amina og Úlfur fikruðu sig aftur til vina sinna, skríðandi. Fleiri ljós kviknuðu. Hvað varð um Morati? Hafði honum tekist að fela sig á góðum stað eða jafnvel sloppið út að framanverðu? Var hann í lífshættu? Konan galopnaði svaladyrnar og bar út nokkra kassa. „Hvaða tungumál er þetta?“ hvíslaði Torfi og leit á Aminu. Hún yppti öxlum. „Ég veit það ekki.“ Skyndilega hringdi sími í stofunni. Úlfur fraus og gæsahúð spratt fram. Hann þekkti hringitóninn í síma Morati. Fólkið leit hvert á annað, síðan í kringum sig og eftir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=