Skapandi skóli

94 þeim nemendum sem búa yfir einfaldari orðaforða gert að taka próf sem miðast við getu þeirra og sýnir framfarir sem orðið hafa yfir námstímann á meðan hinir sem búa yfir óvenjumiklum orðaforða fara í próf sem reynir á þá á annan hátt. Engu að síður er verið að prófa úr svipuðum atriðum, eins og orðaforða um heimili og fjölskyldu, íþróttir, tómstundir og annað sem farið hefur verið í sameiginlega. Galdurinn er að gæta þess að þeir sem búa yfir mikilli færni taki ekki próf sem reynist þeim svo auðvelt að það sé í raun marklaust og að þeir sem yfir minni færni búa séu ekki settir í aðstæður þar sem þeir geta ekki annað en tapað hafandi ekki forsendur til að ráða við efnið. Best er að semja í upphafi eitt próf og einfalda það síðan eins og við á annars vegar og þyngja hins vegar þannig að allir geti fengið próf sem reynir á raunverulegan skilning og færni. Dæmi um slíka útfærslu má finna á vef bókarinnar. Þó að þau dæmi sem þar eru sýnd taki til námsmarkmiða fyrir miðstig er hægt að beita einstaklingsmiðun í námsmati á öllum aldursstigum. Munnleg próf Ekki hentar öllum jafn vel að taka skrifleg próf og er sjálfsagt að bjóða nemendum einnig upp á munnleg próf úr viðfangsefnunum þegar svo ber undir. Einnig er það góð æfing fyrir alla nemendur að greina munnlega frá þekkingu sinni, augliti til auglitis við kennara (og prófdómara þar sem þess er talin þörf), jafnvel þótt þeir eigi ekki í erfiðleikum með skriflega próftöku. Eins og ávallt þegar meta á árangur þarf að vera skýrt til hvers er ætlast af nemendum í munnlegum prófum, að fyrir liggi hvaða þættir þurfa að koma fram svo hægt sé að meta það sem á að meta. Nemendur þurfa að undirbúa sig fyrir prófin eins og væru þeir að taka skriflegt próf en kennarinn leiðir þá áfram með spurningum um efnið og merkir við hjá sér á gátlista þau þekkingaratriði sem koma fram. Gott er einnig að punkta niður önnur atriði sem fram kunna að koma og sýna þekkingu og færni sem ef til vill var ekki gert ráð fyrir að kæmu fram en hafa samt vægi í heildarsamhenginu. Mikilvægt er að nemendum finnist aðstæður við munnlega próftöku jákvæðar og öruggar og að kennarinn leggi sig fram við að skapa þægilegt og gott andrúmsloft. Gott er að hafa tvær til þrjár mismunandi tegundir spurninga eða viðfangsefna fyrir hvern námsþátt sem prófa á úr og ekki er endilega nauðsynlegt að allir fari í gegnum allt það sama. Hægt er að einstaklingsmiða prófið með því að leggja mismunandi viðfangsefni fyrir nemendur eftir því hvar þeir eru staddir í náminu eða bjóða nemendum upp á að taka sérstaklega fyrir ákveðna þætti sem farið hefur verið í og sýna fram á kunnáttu sína í þeim. Gagnrýnin hugsun snýst um það að …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=