Skapandi skóli

93 MAT Á MARGA VEGU : SKAPANDI SKÓLI Einstaklingsmiðuð próf Þegar lögð er áhersla á einstaklingsmiðun í kennsluháttum og námi nemenda má spyrja sig hvort eðlilegt sé að allir nemendur taki sama prófið. Á sama hátt og einstaklingsmiðun í kennslu gerir ráð fyrir mismunandi forsendum nemenda við nám ættu einstaklingsmiðuð próf að skoða árangur af þeirri einstaklingsbundnu námsvinnu sem hver og einn á að baki. Nemendahópurinn er jafnan samsettur úr afar ólíkum einstaklingum sem búa yfir ýmiss konar færni og getu í hverri grein fyrir sig. Þegar próf eru einstaklingsmiðuð er gert ráð fyrir sömu viðfangsefnum og efnisþáttum hjá öllum hópnum en ekki að allir hafi tileinkað sér efnið á sama hátt eða jafn vel. Það fer því eftir ferli og forsendum hvers nemanda á hvað lögð er áhersla í prófinu eða hvernig það er upp byggt. Ekki er þó nema í undantekningartilfellum nauðsynlegt að semja sérstakt próf fyrir hvern og einn nemanda. Oftast er látið nægja að semja próf af þremur eða fjórum mismunandi gerðum. Þeir nemendur sem eru vel að sér um efnið og hafa náð á því góðum tökum taka próf sem reynir á færni þeirra þar sem þeir eru staddir og þeir nemendur sem ekki hafa náð svipuðum tökum á efninu taka próf sem er byggt upp á annan hátt. Má hér taka sem dæmi að nemandi sem hefur ekki náð að tileinka sér að fullu þá tækni sem felst í því að beita margföldunartöflunni við úrlausnir á dæmum sem sett eru upp á hefðbundinn hátt fengi próf þar sem sú færni í margföldun sem hann býr yfir er skoðuð. Uppsetning dæma tæki mið af þessu og þyngd dæmanna einnig. Annað dæmi um slíka einstaklingsmiðun er próf í ensku. Færni nemenda í ensku er oft mjög ólík innan hópa og þá er

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=