Skapandi skóli

89 TÆKNI OG TJÁNING : SKAPANDI SKÓLI Myndræn forritun og hönnun leikja Ýmis hugbúnaður hefur á seinni árum og áratugum verið þróaður með það fyrir augum að kenna börnum og unglingum forritun, í fyrstu með einföldum textaskipunum en í seinni tíð oftast með samsetningu á myndrænum einingum á skjánum. Með þeim má þá setja saman stutt forrit eða svonefndar stefjur (e. scripts) sem stýra svonefndum kvikum (e. sprites) um svið eða bakgrunna á skjánum og kalla fram hreyfingar, texta og hljóð. Skýrt dæmi um þetta er hugbúnaðurinn Scratch sem á ættir að rekja til Massachussets Institute of Technology og margir þekkja. Mitchel Resnick hefur leitt þróun þess hugbúnaðar og fjallað af smitandi eldmóði um gildi skapandi forritunar fyrir unga nemendur. Hugtakið stefjur kemur úr heimi forritunar en kvikar eru viðtekið hugtak notað við hönnun margmiðlunarefnis. Úr þessum efniviði má útbúa kynningar, sögur og leiki svo eitthvað sé nefnt. Þarna reynir á miðlun líkt og í gagnvirkri skjákynningu, hikmynd eða hefðbundinni kvikmyndagerð en líka skemmtilega forritun og stýringar. Ýmis einföld öpp eða forrit eru líka sérstaklega til þess ætluð að búa til og móta tölvuleiki og sum þeirra eru vel við hæfi ungra nemenda. Þjarkar og forritun Skapandi vinnu og þekkingarleit má miðla með ýmsu móti og hugtakið læsi má teygja yfir ótal svið samskipta og tjáningar. Til að verða læs á tækni og margbrotið umhverfi í tæknivæddum heimi er tilvalið að spreyta sig á hönnun, samsetningu og forritun þjarka (e. robot). Hægt er að fá ágætan búnað af ýmsum gerðum ætlaðan börnum og unglingum á ýmsum aldri til þeirra nota. Kunnasta dæmið um forritanlegan þjark frá fyrri tíð er skjaldbakan sem Seymour Papert hannaði á sínum tíma við Massachussets Institute of Technology eða MIT í Boston til að taka við skipunum úr forritunarmálinu Logo en það var samið til að ýta undir Stefja úr Scratch Með Makey Makey má breyta hlut í hnapp Kviki úr Scratch Finkan er þjarki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=