Skapandi skóli

74 efnisgerðina sjálfa. Nemendur hafa flestir gaman af að glíma við grafíska framsetningu og stafræna hönnun á veggspjöldum, auglýsingum, bóka- og diskakápum, fréttaefni, kortum og öðrum prentgögnum sem hengja má upp eða hafa til sýnis og finna má til eða útbúa ýmis sniðmát til að prenta út, klippa til og brjóta í þrívíð form. Einnig má setja upp texta, grafík, kyrrmyndir, hreyfimyndir og hljóð á til þess ætlaðar síður eða spjöld til birtingar á vef. Önnur kerfi bjóða upp á sýndartöflur á vef til að hengja upp minnismiða, stutta texta á borð við ljóð, spakmæli, skrýtlur eða fróðleiksmola. Á fylgivef bókarinnar er bent á ágæt dæmi um möguleika á borð við þessa. Upplýsingagröf og myndræn framsetning Með gröfum má setja fram tölfræðilegar upplýsingar og allra handa þekkingu á myndrænan hátt. Þegar vel tekst til getur mikið magn flókinna upplýsinga orðið skýrt og greinilegt með því móti. Til eru mörg stafræn verkfæri, töflureiknar og gagnagrunnsforrit, til að taka saman magntækar upplýsingar og setja fram myndrænt en einnig má notast við blað, liti, skæri og lím þegar svo ber undir. Myndræn framsetning á sérstaklega vel við þegar bera á saman stærðir og hlutföll, sýna breytingar sem eiga sér stað yfir tíma eða sýna flæði hluta og skipulag. Dæmi um myndræna framsetningu eru kökur og stöplarit þegar bera á saman stærðir og hlutföll, línurit og tímalínur þegar sýna á hvernig hlutir breytast yfir tíma, kort þegar bera á saman svæði og sýna leiðir. Töflur geta sýnt samband á milli hluta og tímalínur og flæðirit rás atvika og orsakasambönd. Skipurit og hugarkort henta vel þegar taka á saman atriði og skipuleggja eða veita yfirlit um Sýndartafla á vef

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=