Skapandi skóli

64 Blómið í garðinum Út um gluggann sé ég blóm í garðinum. Blómið er flókið. Í blóminu er líf. Blóm vex af fræi í mold. Fyrst myndast rótin, kímrót. Kímrótin er krútt. Hún tekur næringu úr moldinni og matar sig til að vaxa. Svo gægist pínulítill angi uppúr jörðinni og lítur í kringum sig. Stöngullinn vex. En hann er ekki einmana þegar hann kíkir út í heiminn. Hann er grænn og safaríkur. Hann er sterkur. Hann er ekki krútt. Stöngullinn teygir úr sér og blöð byrja að spretta. Blöðin spretta og vaxa og stöngullinn lengist og lengist. Fótur, stilkur og blaðka: blöðin eru litlar sykurverksmiðjur. Dugleg krútt. Blöðin nota sólina sem mat. Svo er allt tilbúið fyrir sýninguna. Blómið springur út. Það er glæsilegt. Gult eða rautt. Kannski er það fjólublátt og hvítt. Það brosir til heimsins og drekkur í sig sól og vatn. Það vill lifa. Blómið dansar glaðan dans í garðinum. Svo kemur haustið. Blómið verður dapurt og þráir að deyja. Það skelfur af kulda. Það visnar. Snjórinn leggst yfir það. Ætli blómið sé tvíært? Þá byrjar allt upp á nýtt á næsta ári! HB og ALM í 8. AJS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=