Skapandi skóli

63 EITT OG ANNAÐ UM RITUN : SKAPANDI SKÓLI Samantekt Hér eru nemendur látnir skrifa 40–50 orða samantekt úr því námsefni sem lesa átti fyrir kennslustundina, eða öðru efni sem fengist er við og nemendur hafa lesið. Þetta hvetur nemendur til að lesa það sem fyrir er lagt og hjálpar þeim að muna það sem þeir lásu. Gefinn er afmarkaður tími fyrir skrifin, til dæmis þrjár eða fimm mínútur. Þegar allir hafa skrifað sína samantekt má láta nemendur lesa upphátt það sem þeir skrifuðu niður. Við þetta kemur gjarnan í ljós mismunandi skilningur nemenda á viðfangsefninu jafnvel þó að allir hafi lesið sama textann og oft getur þessi vinna leitt til góðra umræðna um efnið, sem aftur dýpkar skilning nemenda á því. Lykilorð Nemendur setja saman lista yfir þau lykilorð sem þeir finna úr stuttum texta sem þeir lesa eða kafla í námsbók. Ef lestur textans sjálfs fer fram í kennslustundinni þarf auðvitað að miða lengd hans við það og auk þess þarf að setja einhver ákveðin tímamörk fyrir verkefnið allt. Út frá þessum lista (og ekki með upprunalega textann fyrir framan sig) semja nemendur svo sinn eigin heildstæða texta um viðfangsefnið. Þetta hjálpar nemendum að einbeita sér að lestri textans, greina það mikilvægasta og muna innihaldið. Ljóð Hér er um svipaða vinnu að ræða og við lykilorðin því nemendur lesa texta sem þeir síðan nota úr orð til að setja saman ljóð um efni hans. Þannig getur, svo tekið sé dæmi úr náttúruvísindum, orðið til ljóð sem lýsir hlutum og vexti plöntu. Þetta er ritunarvinna sem á sér jafnvel stað yfir nokkurra daga tímabil og er við hæfi að þá sé lögð áhersla á fleiri þætti en innihaldið, ólíkt margri annarri ritun sem gengur út frá hugmyndafræði Ritunar til náms. Dæmi um þetta er ljóð eftir tvo drengi í 8. bekk grunnskóla:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=