Skapandi skóli

58 stigbreytinguna með því að segja svartastur. Í rauninni þarf ekki hlutina sem tíndir voru til þess að gera þessa æfingu, hægt er að nota lítinn bolta eða hnykil og velja lýsingarorð af handahófi en hitt getur verið skemmtilegt, að nýta hlutina sem fundust úti við, því ekki er jafn auðvelt að kasta þeim öllum eða grípa (til dæmis fjöður, plastpoka, hríslugrein, húfu) og svo krefst umhugsunar að finna þeim viðeigandi orð. 3 Nemendur nýta þann hlut eða hluti sem þeir sjálfir tíndu eða leggja alla hluti í púkk og þarf þá hver að velja úr því safni þann hlut sem hann vill nota. Teiknuð er mynd af hlutnum og lituð eða teknar myndir og samin saga eða ljóð þar sem hluturinn kemur við sögu og er jafnvel í aðalhlutverki. 4 Svo má að sjálfsögðu að fara út í hefðbundnari vinnu með hlutina og vinna með stigbreytingu í stílabækur og greina orðin nánar í málfræðivinnu og stafsetningu, finna skyld orð og vinna enn frekar með þau. Fleiri hugmyndir að útikennsluverkefnum má finna á fylgivef bókarinnar. Fjöðrin sem hvarf Eitt sinn var ég á fugli en nú er ég í tómu rugli. Það var gaman þegar við vorum allar saman en núna er ég ein föst á bak við stein. Einu sinni var steinn sem hét Steinn. Hann átti heima í Steinafjöru með steinafjölskyldunni sinni því allt í þessu steinaríki var nefnilega úr steinum. Dag nokkurn kom krakki í fjöruna þar sem steinaríkið var. Krakkinn var leiðindakrakki og fór að sparka í steinana í fjörunni. Þetta líkaði Steini og steinafjölskyldunni hans mjög illa og þau ákváðu … Auglýsing Krukka leitar að lokinu sínu Ég er krukka sem er búin að týna lokinu mínu. Það er gyllt að utan en hvítt að innan. Ef einhver hefur fundið lokið fær hann bláberjasultu í fundarlaun fyrir að skila því.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=