Skapandi skóli

56 Útikennsla Í handbók um skapandi skólastarf verður vart hjá því komist að fara nokkrum orðum um útikennslu en eins og gefur að skilja getur hún farið fram á ýmsan hátt, ekkert síður en önnur kennsla. Kennsluaðferðirnar eiga það helst sammerkt að námið fer fram utandyra! Úrvinnsla fer oft fram innandyra og útikennsla getur blandast og tengst ýmiss konar kennslu. Til útikennslu telst því allt nám sem fram fer undir berum himni. Hún á helst að verða eðlilegur hluti af skólastarfi en ekki eingöngu bundin við einstaka daga eða vettvangsferðir. Útikennsla er talin hafa jákvæð áhrif á félagslegan þroska nemenda og umhverfisvitund. Þeir læra að umgangast hver annan í nýju umhverfi og mynda sjálfir ný tengsl sín á milli. Þau fjölbreyttu verkefni sem unnið er að í útikennslu geta vakið áhuga og hentað breiðum hópi nemenda, sem oft eru ólíkir að getu og hæfileikum. Óvæntir hæfileikar geta komið í ljós og kennarar fá tækifæri til að mynda ný og náin tengsl við nemendur sína. Aðrir þættir sem mæla með útikennslu eru aukin hreyfing og betri heilsa sem henni fylgja. Börn og unglingar hafa mikla þörf fyrir að hreyfa sig og fá í útikennslunni þann sveigjanleika og rými sem til þarf. Námið fer fram utandyra og nemendur anda sífellt að sér fersku lofti. Úthald þeirra eykst og útiveran hefur jákvæð áhrif á samhæfingu, jafnvægi og hreyfigetu. Þó að þess sjái ekki stað í námskrá þurfa börn á Íslandi helst að læra að ganga um votar mýrar og þýfða móa, stórgrýti og skafla af snjó! Stundum getur verið heppilegt að nýta nánasta umhverfi skólans til að vinna með valda námsþætti á óvæntan hátt. Fara má út og tína lýsingarorð líkt og um væri að ræða plöntur eða pöddur, koma inn með eitthvað hart, lítið, slímugt, götótt, skemmt, grænt, fallegt og þar fram eftir götum. Á sama hátt mætti fjalla um liti eða sækja yrkisefni í sögur og ljóð. Þetta gerir málfræðina og skáldskapinn áþreifanlegri og virkjar hugsun nemenda á annan hátt en þegar unnið er á hefðbundinn hátt með orð og texta. Förum út og finnum … Nemendur eru sendir eða teknir út til að ná í eða tína hluti eftir ákveðnum fyrirmælum. – Náðu í X marga hluti sem eru: harðir mjúkir kringlóttir mynstraðir þykkir þunnir þungir léttir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=