Skapandi skóli

55 HLUTVERKALEIKIR OG RAUNTENGT NÁM : SKAPANDI SKÓLI fyrir Barnabæ. Settir eru upp vinnustaðir í skólanum og þar eru framleiddar vörur, fengist við listsköpun og glímt við önnur mál sem bæjarfélög geta staðið frammi fyrir og þurft að leysa. Þarna er til að mynda að finna vinnumálastofnun og bæjarstjórn. Hver nemandi fær laun fyrir vinnu sína samkvæmt taxta og vörur og þjónusta eru verðlögð í gjaldmiðli Barnabæjar. Verkefninu lýkur með því að skólinn er opnaður almenningi sem kemur og nýtur þess sem þar fer fram og getur auk þess gert góð kaup í ýmsum vörum, hvort sem um er að ræða textílvörur, kökumix, hljóðbækur eða annan varning sem nemendur hafa útbúið og framleitt í Barnabæ. Lærdómurinn sem nemendur draga af þessari viku í Barnabæ er margvíslegur og lýtur ekki bara að samskiptum og ábyrgð heldur líka ákveðnum handtökum við framleiðslu kerta og afgreiðslu á kaffihúsi eða framboði og eftirspurn á markaði og er þá fátt eitt talið. Að auki fer fram nám í ýmsu því sem verið er að sýsla með í skólanum á hefðbundnum degi, svo sem mælingum, vinnu með form, réttritun og matreiðslu svo eitthvað sé nefnt. Stutta samantekt um þetta verkefni og fleiri dæmi um rauntengt nám er að finna á vef bókarinnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=