Skapandi skóli

47 ÞEMU, SÖGURAMMAR, SAMVINNA OG LEIT : SKAPANDI SKÓLI Vinna nemenda • Nemendur ræða saman og ákveða hvað þeir vilja rannsaka nánar • Nemendur fá verkefnablað þar sem þeir setja fram rannsóknarspurningu eða tilgátu og eiga að fylgja vísindalegri aðferð við athuganir sínar • Kennari er nemendum innan handar við mótun rannsóknarspurningar • Nemendur gera tímaáætlun og ákveða á hvaða hátt þeir munu kynna niðurstöður sínar • Nemendur geta unnið mjög sjálfstætt í þessu verkefni og hópar kynnt niðurstöður á fjölbreyttan máta Þeir geta teflt fram myndbútum, viðtölum, blaðagreinum, ljóðum, tónlist, veggspjöldum, fyrirlestrum, tölfræðiforritum, upptökum af túss- eða snjalltöflu ásamt tali og ýmsu öðru efni Markmiðið er að koma niðurstöðum hópanna á framfæri þannig að þær séu skýrar og aðgengilegar og ljóst sé að þær byggi á traustum vísindalegum vinnubrögðum • Tilvalið er að leyfa nemendum að nota eigin stafræn tæki og tól í þessa vinnu • Gott er að miða við að heildartími kynningar nemenda, munnleg kynning og sýning afurðar, taki um fimm mínútur Nemendur þurfa að afmarka efnið og hafa kynningar hnitmiðaðar og áhugaverðar Námsmat Að verkefninu loknu fylla nemendur út sjálfsmatsblað um hópavinnu samkvæmt gátlistum Námsmat byggist á sjálfsmati, frammistöðu við kynningu og hversu vel nemendur fylgdu vísindalegri aðferð Dæmi um gátlista má finna á vef bókarinnar Dæmi um viðfangsefni sem nemendur hafa kannað í þemavinnu um jafnrétti: 1. Staða kynjanna og flutningur á vinsælli tónlist 2 Hver verða viðbrögðin ef við skiptum um kynhlutverk í einn dag? Aðrar hugmyndir að verkefnum með leitarnámsaðferð: 1. Hvernig var umhorfs á Íslandi fyrir 50 árum? 2 Hvernig verður umhorfs á Íslandi eftir 30 ár? 3. Hvernig var að vera ung kona í seinni heimsstyrjöldinni? 4 Hvernig getur lífsstíll stuðlað að sjálfbærni? 5. Fjölmenning á Íslandi 6 Íslenska flóran og dæmigerður gróður í umhverfi íslenskra skóla

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=