Skapandi skóli

46 Dæmi um opið leitarnám Skipulag og vinnubrögð Hópaskipan Nemendur vinna þrír til fjórir saman Kveikja Mikilvægt er að kveikjan veki raunverulegan áhuga á viðfangsefninu, að nemendur skynji að viðfangsefnið er verðugt og kemur þeim við Hugmyndir að kveikju eða innlögn kennara: Stuttur fyrirlestur um jafnrétti Hvað er jafnrétti? Hvað er kynjamisrétti? Gott er að styðjast við vef Kynungabókar Vekja má nemendur til umhugsunar með því að varpa fram spurningu á borð við hvað væri öðruvísi í lífi þeirra ef þeir væru af öðru kyni Myndir og myndbrot af YouTube frá The representation project Myndirnar fjalla á áhugaverðan hátt um kynjamisrétti frá sjónarhorni stúlkna og sjónarhorni drengja Myndrænar upplýsingar um ýmsar staðreyndir sem snerta stöðu karla og kvenna á Íslandi, svo sem um vinnumarkaðinn, menntun, ofbeldi og fleira Þær má nálgast hjá Hagstofu Íslands Einnig má benda á kennsluleiðbeiningar með bókinni Ég, þú og við öll og Sögur og staðreyndir um jafnrétti sem finna má á vef Jafnrétti kynjanna Markmið 1 Að stuðla að vitundarvakningu meðal nemenda og skapa opnar og merkingabærar umræður um jafnréttismál í nærumhverfi og reynsluheimi nemenda byggðar á vísindalegum vinnubrögðum 2 Að nemendur • viðhafi sjálfstæði í vinnubrögðum • myndi opna spurningu tengda jafnrétti kynjanna • fylgi vísindalegri aðferð við úrvinnslu spurningar sinnar • kynni niðurstöður sínar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=