Skapandi skóli

44 Leitaraðferðir Leitaraðferðir (e. inquiry based learning) eru kennsluaðferðir sem leitast við að fylgja reglum vísinda með því afla upplýsinga, greina þær og nýta á skipulegan hátt. Eins og gengur um kennsluaðferðir skarast þær töluvert við aðrar aðferðir sem hér hafa verið raktar, leitarnám byggir oft á samvinnu og þemabundinni nálgun og samvinnunám og þemavinna snúast oft um leit í vísindalegum anda. Leitarnám ýtir undir forvitni nemenda, hvetur þá til heilabrota og að spyrja spurninga. Það stuðlar ennfremur að frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum og hvetur nemendur til gagnrýninnar hugsunar. Öll þessi atriði eru einkenni skapandi skólastarfs.26 Í leitarnámi vinna nemendur oftast í hópum við tilraunir og gagnaöflun til að svara ákveðinni spurningu. Þeir hjálpast svo að við að greina gögnin og ákveða á hvaða hátt niðurstöður athugana verða birtar. Verkferli svona vinnu tekur töluverðan tíma og krefst þess að samvinnan sé góð.27 Frekar en að meta sjálfar niðurstöður tilrauna eða kannana í leitarnámi ætti mat kennara, og nemenda, ef því er að skipta, á vinnu sem þessari einkum að felast í því að skoða hve vel nemendur unnu saman og meta hvort þeir geti rökstutt niðurstöður sínar á greinandi hátt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=