Skapandi skóli

17 ÚR VERKFÆRAKISTU KENNARANS : SKAPANDI SKÓLI Hvað er góð hópvinna? Nemendur eru eins misjafnir og þeir eru margir og búa yfir ýmsu sem auðveldar þeim eða torveldar að vinna í hópum. Samvinnu og hópastarf þarf því að þjálfa markvisst og nemendum þarf að vera ljóst hvað það þýðir að vera hluti af hópi sem leysir verkefni saman. Að sjálfsögðu þjálfast samvinna eftir því sem skólagöngunni vindur fram og nemendur eldast og þroskast en þó er ekki úr vegi að ræða öðru hverju til hvers er ætlast af nemendum þegar þeir vinna verkefni í hópum og jafnvel getur verið áhrifaríkt að hafa sýnilegt í kennslustofunni spjald sem minnir nemendur á ábyrgð þeirra í hópvinnunni. Slíkt er auðvitað enn áhrifaríkara ef nemendur hafa sjálfir tekið þátt í að móta þær vinnureglur sem þar er að finna. Gott er að hafa eftirfarandi atriði til viðmiðunar þegar rætt er við nemendur um samábyrgð og vinnu í hópum. Einstaklingsábyrgð Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér og sínum vinnubrögðum. Samábyrgð Hver og einn ber líka ábyrgð gagnvart hinum í hópnum. Það þýðir að verkefnið er allra og allir þurfa að leggja vinnu í það. Vandvirkni Mikilvægt er að vanda til verka, hvort heldur er við ritun, myndskreytingu, gagnaöflun eða annað, þannig að allir í hópnum séu sáttir við útkomuna. Úthald Allir í hópnum þurfa að vera virkir á meðan á vinnunni stendur. Samhjálp Nauðsynlegt er að hjálpast að við einstök verk og komast að samkomulagi um hvernig best sé að framkvæma hlutina. Virðing Hópmeðlimir eiga að virða framlag vinnufélaga sinna og leiðbeina á uppbyggilegan hátt þegar leiðbeininga er þörf. Yfirsýn Allir í hópnum þurfa að hafa góðan skilning á því sem felst í verkefninu og hvernig verkið sækist á hverjum tíma. Stolt og ánægja Hver og einn á að geta fundið fyrir stolti yfir vel unnu verki hópsins þegar verkefninu er lokið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=