Markviss málörvun

Árið 1986 kynntu tveir erlendir sérfræðingar íslenskum sérkennurum nýjar hugmyndir um tengsl hljóðkerfisvitundar barna við lestrarferlið. Þetta voru Jörgen Frost sérkennsluráðgjafi í Borgundarhólmi, Danmörku og Ingvar Lundberg prófessor í Umeå, Svíþjóð en þeir höfðu þá þegar hafið rannsóknir og þjálfun barna í þessu sambandi. Þeir kynntu einnig þjálfunaráætlun sem ætluð var til að styrkja málvitund barna og auðvelda þeim þannig lestrarnámið. Mörgum þóttu hugmyndirnar áhugaverðar. Var efnið fljótlega þýtt á íslensku og staðfært og árið 1987 var gefin út handbók sem hlaut heitið Markviss mál­ örvun. Náði hún töluverðri útbreiðslu og vinsældum strax á fyrsta ári. Hand­ bókin hefur einkum verið notuð í fyrstu bekkjum grunnskóla en einnig í sér­ kennslu og nú í auknum mæli í leikskólum. Á þeim rúma áratug sem liðinn er frá útgáfu handbókarinnar hefur hug­ myndafræði sú sem Ingvar Lundberg og Jörgen Frost byggðu á verið studd af fjölmörgum rannsóknum víða um lönd. Það er því ljóst að hljóðfræðileg þjálfun barna sem nú hefur hlotið víðtæka viðurkenningu hefur hafist snemma hér á landi. Það er hins vegar orðið tímabært að endurskoða handbókina Markviss mál­ örvun, breyta og bæta og er hún nú gefin út í fullkomnari búningi en áður. Bætt hefur verið við verkefnum og leikjum og nýjar tillögur um ítarefni settar fram. Vinnubrögðum eru gerð betri skil, verklýsing nákvæmari og er byggt bæði á innlendri reynslu og erlendri fyrirmynd í því efni. Það er von okkar að hér hafi verið bætt um betur og að nýja handbókin Markviss málörvun muni nýtast kennurum engu síður en sú fyrri. Höfundar 5 INNGANGUR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=