Markviss málörvun

Fyrir 2 áratugum var gefin út handbókin Markviss málörvun í leik og starfi sem unnin var að fyrirmynd Ingvars Lundbergs og Jörgens Frosts. Náði bókin fljótt mikilli útbreiðslu og var notuð við byrjendakennslu í grunnskólum. Á undan­ förnum árum hafa fyrstu kaflar hennar einnig verið nýttir í leikskólum. Á þeim tíma sem liðinn er frá útgáfu bókarinnar hefur hugmyndafræði sú sem byggt er á verið studd af fjölmörgum rannsóknum víða um lönd. Þær sýna að gengi barna í lestrarnámi byggist á færni þeirra í hljóðgreiningu og miðar Markviss málörvun að því að þjálfa hljóðkerfisvitund þeirra. Þjálfunin er kerfisbundin en fer þó öll fram í leik. Byrjað er á hlustunarleikjum, þá koma rímleikir, þulur og vísur. Síðan taka við leikir sem tengjast uppbyggingu málsins, skiptingu þess í setningar, orð og orðhluta og að lokum greiningu stakra hljóða. Efnið er nú gefið út af Menntamálastofnun undir heitinu Markviss málörvun, þjálfun hljóðkerfisvitundar . Höfundar: Helga Friðfinnsdóttir • Sigrún Löve • Þorbjörg Þóroddsdóttir Teiknari: Elín Elísabet Jóhannsdóttir 40141 Markviss málörvun Þjálfun hljóðkerfisvitundar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=