Laxdæla saga

103 gils sagði að þeir skyldu vera þar um nóttina. „Og mun ég fara heim til bæjarins á njósn að forvitnast hvort Helgi sé heima. Mér er sagt að Helgi hafi heldur fámennt oftast en sé allra manna varastur um sig og hvíli í rammlegri lokrekkju.“ Þorgils fór nú í fátæklegan kufl yfir klæði sín og gekk heim að bænum. Við túngarðinn hitti hann mann og sagði við hann: „Þér mun ég þykja ófróðlega spyrja, félagi. En hvar er ég kominn í sveit, eða hvað heitir bær þessi og hver býr hér?“ Maðurinn svarar: „Þú munt vera furðu heimskur maður og fávís ef þú hefur eigi heyrt getið Helga Harðbeinssonar, hins mesta garps og mikilmennis.“ Þorgils spurði hversu góður Helgi væri að taka við ókunnugum mönnum sem þyrftu mikils við. Hinn svarar að Helgi sé hið mesta stórmenni og fús að taka við mönnum. Þorgils spurði hvort Helgi væri heima. Hinn spyr hvað honum sé á höndum. Þorgils svarar: „Ég varð sekur skógarmaður í sumar á þingi. Vildi ég nú leita mér trausts nokkurs til þess manns er mikill væri fyrir sér. Skaltu nú fylgja mér heim til bæjarins til fundar við Helga.“ „Vel má ég það gera,“ segir hann, „að fylgja þér heim, því að heimil mun þér gisting. En ekki muntu Helga finna, því að hann er eigi heima.“ Þá spyr Þorgils hvar hann sé. Hinn svarar að Helgi sé í seli sínu, sem heiti í Sarpi. Þorgils spyr hvar það væri, eða hvaða menn væru með honum. Hann svarar að þar sé sonur hans, Harðbeinn, og tveir karlmenn aðrir. Þorgils bað hann að vísa sér til selsins. Maðurinn gerði það og eftir það skilja þeir. lokrekkja er afþiljað rúm sem hægt er að loka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=