Laxdæla saga

Laxdæla saga 40134 Laxdæla saga er skráð af ókunnum höfundi, að því talið er um miðja 13. öld. Sagan gerist vestur í Dölum á tíundu og elleftu öld og hverfist að mestu um líf, ástir og örlög Guðrúnar Ósvífursdóttur. Guðrún giftist fjórum sinnum, skildi við fyrsta manninn og varð svo þrisvar sinnum ekkja. Sagan greinir frá sterkum tilfinningum og óvægnu örlagaspili sem leiðir til blóðugra átaka. Sagan hefur verið stytt og orðalag fært nær nútímamáli. Þessi útgáfa er einkum ætluð nemendum í efri bekkjum grunnskóla. Skýringar og verkefni fylgja hverjum kafla og kennsluleiðbeiningar eru á heimasíðu Menntamálastofnunar. Gunnar Karlsson stytti og endursagði texta Laxdæla sögu þegar hún var gefin út árið 1995. Sá texti birtist óbreyttur í þessari útgáfu. Ragnar Ingi Aðalsteinsson vann verkefnin og gerði kennsluleiðbeiningarnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=