Gegnum holt og hæðir - rafbók

63 Álfar og huldufólk Trúin á álfa og huldufólk hefur lengi lifað með þjóðinni Af því eru til ótal sögur, jafn fjölbreyttar og þær eru margar Álfarnir eru ýmist ljósir eða dökkir, hjálpsamir eða hrekkjóttir, góðir eða vondir Huldufólkið býr í steinum, hólum og klettum og hefur útlit manna en er ósýnilegt Betra er að hafa það með sér en móti og menn skyldu varast að styggja þessar verur Hins vegar eiga þær til að launa mönnum góðverk ríkulega Fyrsta sagan í þessum flokki segir frá ungri stúlku sem hjálpar við barnsfæðingu hjá álfum Hún verður gæfukona Í næstu sögu er hins vegar annað uppi á teningnum Piltur nokkur móðgar álfkonu óvart og hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir hann Þá er sagt frá ungum dreng sem numinn er brott af álfum en vill ekki dvelja hjá þeim því hann getur ekki borðað matinn þeirra Honum er því skilað en ekki án refsingar Sagan af Úlfhildi álfkonu er um álfadrottningu sem ræður sig í vist sem vinnukona í mannheimum Hún er í álögum sem göldrótt og illgjörn kerling hefur lagt á hana En til þess að komast úr álögunum þarf hún hjálp frá mennskum manni Loks er svo sagan um selmatseljuna sem kynnist álfasveini meðan hún dvelur í selinu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=