Gegnum holt og hæðir - rafbók

43 Hlóðu þeir upp með henni svo miklu grjóti að hvorki fauk hún né stóð upp framar. Gefið í guðsfriði Meðan þeir Bakkabræður áttu Brúnku sína voru þeir allir einu sinni á ferð í tunglsljósi um vetur á ísum og reið einn þeirra merinni en hinir gengu með hesti hans Þeir tóku eftir því að maður reið alltaf á hlið til við reiðmanninn en það þótti þeim þó undarlegast að honum fór ekki orð frá munni nema þeim heyrðist hann segja við hvert fótmál sem merin tók: „Kári, Kári“ Þetta þótti þeim því kynlegra sem þeir vissu að enginn þeirra hét því nafni Hugsaði þá reiðmaðurinn með sér að ríða þenna pilt af sér En því harðara sem hann reið því tíðar heyrðist honum sagt: „Kári, Kári,“ og hinir bræðurnir sáu að fylgdarmaðurinn reið alltaf á hlið við bróður sinn, hvort hann fór hægt eða hart Loksins komust þeir heim og sáu að þegar sá þeirra fór af baki sem reið fór fylgdarmaður hans eins af baki og lét inn hestinn sinn um leið og þeir bræður en hann hvarf þeim með öllu þegar þeir fóru inn úr tunglsljósinu Ef einn þeirra bræðra þurfti að fara eitthvað fóru þeir ævinlega allir Einu sinni fóru þeir í langferð hér um bil þrjár þingmannaleiðir Þegar þeir voru komnir tvo þriðjunga vegarins mundu þeir eftir því að þeir höfðu ætlað að fá léðan hest til ferðarinnar Sneru þeir svo heim aftur, fengu hestinn og fóru svo ferðar sinnar Einu sinni sem oftar fóru þeir bræður að færa landsdrottni sínum landskuldir af Bakka En það var ekkja sem jörðina átti; þeir greiddu henni skuldirnar og voru svo hjá henni um nóttina Morguninn eftir héldu þeir heimleiðis og áttu langa leið að fara Þegar þeir voru komnir meir en á miðja leið tekur einn þeirra til orða og segir: þingmannaleið: dagleið ferðamanna að gömlu mati, um 37,5 km léðan: lánaðan

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=