Gegnum holt og hæðir - rafbók

20 Galdrar Stóð þá eigi lengur á samþykki stúlkunnar og giftist hún prestinum. Búnaðist þeim hjónum vel því að prestkonan reyndist dugleg og hagsýn og virtist hverjum manni vel. Liðu svo nokkur ár að hagur prestshjónanna stóð með miklum blóma en engin börn eignuðust þau. Voru þó samfarir þeirra hinar ástúðlegustu. Prestur hafði óljósan grun um að svarta pilsið konunnar hans væri engin happaflík og bað hana bæði með góðu og illu að fara úr því. En þótt konan væri eftirlát og auðsveip manni sínum í öllu öðru var hún ófáanleg að þægja honum í þessu og sat fast við sinn keip. Tók prestur sér þetta mjög nærri en fékk eigi að gert. Það var eitt sumar, daginn fyrir Jónsmessu, að æskuvinur og skólabróðir prests úr öðrum landsfjórðungi kom í heimsókn til hans. Var hann fróðleiksmaður og kunni ýmislegt fyrir sér. Tóku prestshjónin honum tveim höndum og höfðu þeir vinirnir margs að minnast og margt hvor öðrum í fréttum að segja. Meðal annars spurði gesturinn að börnum prests en hann varð daufur við og kvaðst engin eiga. Vinur hans kvað það mikið mein að svo myndarleg hjón ættu engin afkvæmi og spurði hvort hann gæti hugsað sér nokkra sennilega ástæðu til þess. Trúði prestur honum þá fyrir því að kona hans væri í svörtu pilsi næst sér jafnt á degi sem nóttu og fengist ekki með nokkru móti til að fara úr því. Þá varð vinur hans hugsi, þagði um stund og mælti síðan: – Reynt get ég að kippa þessu í lag svo ykkur verði báðum til góðs. Nú fer heilög Jónsmessunótt í hönd en um lágnættið skalt þú syngja aftansöng í kirkjunni og kona þín og ég ein manna. Skulum við þá sjá hvernig um kann að skipast. Prestur féllst á þetta og um kvöldið stungu þeir upp á því við prestskonuna að hún gengi með þeim út í kirkju til aftansöngs. Hún kvaðst þess albúin og undir lágnættið gengu þau þrjú í kirkju. Fór prestur fyrir altarið en þau prestskonan og gesturinn tóku sér sæti sitt hvorum megin við það. Hófu þau svo sönginn og drógu eigi af. Að nokkurri stundu liðinni kom lítill drengur inn eftir kirkjugólfinu, gekk að hnjám prestskonunnar, leit á hana sorgmæddum álösunaraugum og mælti: virtist: geðfelld, fólki líkaði vel við hana að þægja: gera greiða, gera eitthvað fyrir einhvern sat fast við sinn keip: varð ekki haggað, skipti ekki um skoðun Jónsmessa: 24. júní taka tveim höndum: bjóða velkominn spurði að börnum prests: spurði eftir börnum hans, hvar þau væru lágnættið: upp úr miðnætti um kann að skipast: hvað kemur í ljós álösunaraugu: ásökunaraugu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=