Gegnum holt og hæðir - rafbók

13 3. Galdra-Loftur Loftur hét skólapiltur einn á Hólum Hann lagði alla stund á galdur og kom öðrum til þess með sér þó ekki yrði meira úr því fyrir þeim en kuklið eitt Æsti Loftur skólabræður sína til að gera öðrum ýmsar galdraglettur og sjálfur var hann forsprakkinn Einu sinni fór Loftur heim til foreldra sinna um jólin Tók hann þá þjónustustúlku á staðnum og járnaði hana og lagði við hana beisli og reið henni svo í gandreið heiman og heim Lá hún lengi eftir af sárum og þreytu en gat engum frá sagt meðan Loftur lifði Öðru sinni barnaði Loftur vinnukonu á staðnum og drap hann þá barnsmóður sína með gjörningum Henni var ætlað að bera aska inn í eldhús og úr því Voru þeir til flýtis bornir á nokkurs konar trogmynduðu verkfæri er hét askafloti og tók marga aska í einu Lét Loftur opnast göng fyrir henni í miðjum vegg svo hún gekk inn í þau En sökum þess að stúlkan varð þá hrædd og hikaði hreif galdurinn svo að veggurinn luktist aftur Löngu seinna þegar veggurinn var rifinn fannst í honum beinagrind af kvenmanni uppstandandi með askahrúgu í fanginu og ófullburða barnsbein í holinu Þorleifur prófastur Skaftason vandaði um við Loft því að hann var dómkirkjuprestur um þær mundir En Loftur skipaðist lítt við það Bekktist hann síðan stundum til við prófast en gat ekki gert honum neitt mein því að hann var svo mikill guðsmaður og kunnáttumaður um leið að ekkert óhreint gat grandað honum Einhvern tíma reið prófastur til kirkju og átti að fara yfir Hjaltadalsá í leysingu og vexti Varð hesturinn þá staður og hræddist svo að prófastur varð að ganga af Gekk stúlkan þá inn í göngin. kukl: gerningar, galdratilraunir gandreið: reið á reiðskjóta sem magnaður er með göldrum gjörningar: galdrar, fjölkynngi skipast: lagast, breyta hegðun sinni bekkjast til við: stríða, hrekkja granda: gera skaða, eyðileggja leysing: vöxtur í á vegna hláku, vatnavextir staður hestur: bykkja, þrjóskur, kyrrstæður hestur, óviljugur Sögugluggi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=