Gegnum holt og hæðir - rafbók

144 Útilegumenn sumarið Þegar úti var slátturinn fóru kaupamennirnir burtu og Halla til prestsins Um veturinn kemur Björn til prests og biður hann að útvega sér jörð í sveit sinni og bústýru því hann kveðst vilja vera þar Halla hafði sagt presti hvernig farið hafði um sumarið og það að hún var með barni af Bjarnar völdum Segir þá prestur við Björn hvort hann sé ekki ánægður ef hann gæti fengið Höllu fyrir bústýru Björn játti því og var það nú gjört að Björn skyldi fá Höllu um vorið og taka þar jörð í sveitinni En um veturinn átti hann að láta foreldra Höllu fá að vita það allt hvað um hana var orðið og vita hvernig þeim liði Björn fór því næst burtu og norður í Skagafjörð Sagði hann foreldrum Höllu alla hennar hrakningssögu og svo hvar hún þá væri Fékk hann þá leyfi foreldranna til að eiga Höllu Um vorið kom hann austur aftur Tók hann þá Höllu og átti hana og settist þar að búi í sveitinni Um haustið sótti hann mikinn fjölda sauða inn í Ódáðahraun en um vorið hafði hann komið með ógrynni ásauðar Hann átti tvo sonu við konu sinni og voru þeir ójafnaðarmenn miklir og ódælir Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Geymið hana ei verr en ég hef aflað hennar Hvað er átt við með þessum orðum? 2 Að standa stuggur af e-u Hvað þýða þessi orð? 3 Endursegðu í stuttu máli flóttaáætlun gömlu konunnar 4 Settu þig í spor Björns þegar hann segir foreldrum Höllu frá því sem á daga hennar hefur drifið frá því hún hvarf 5 Gerðu grein fyrir byggingu þessarar sögu, þe hvernig hún skiptist í upphaf, flækju og lausn Gerðu einnig grein fyrir risi hennar og hvernig spenna er byggð upp 6 Veldu eina aukapersónu í sögunni og gerðu grein fyrir hlutverki hennar ásauður: kvíaær, mjólkandi ær ódælir: erfiðir viðfangs, óviðráðanlegir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=