Gegnum holt og hæðir - rafbók

131 Geir vitjar konunnar Að tilsettum tíma kom Geir að vitja konunnar Var þá við honum vel tekið Hann kvaðst ekki lengi bíða mega, bað Finnu búa sig snarlega því að morgni vildi hann burt Hún gerði svo Tók hún ekkert manna með sér frá föður sínum nema bróður sinn Sigurð Kvöddu þau svo Þránd og riðu sína leið þrjú saman þar til þau komu að afrétt einni sem ei voru í nema naut Finna spurði Geir hver það ætti Hann kvað það engan eiga nema sig og hana Annan dag komu þau að annarri afrétt þar var ekki í nema geldfé eitt Finna spurði Geir hver það ætti Hann kvað það engan eiga nema sig og hana Hinn þriðja dag komu þau að hinni þriðju afrétt þar voru ekki í nema hestar einir Finna spurði Geir hver það ætti Hann kvað það engan eiga nema sig og hana Riðu þau svo þann dag allan Að kvöldi komu þau að húsabæ miklum Þar steig Geir af baki og bað Finnu með sér koma, sagði þar sín húsakynni vera Finnu var þar vel fagnað Tók hún þar strax við öllum ráðum Geir var við hana fár mjög en hún lét ekki á sér festa Sigurður bróðir Finnu var þar og vel haldinn Aðfangadagskvöld jóla vildi Finna láta þvo höfuð Geirs Var hans þá víða leitað og fannst hann hvergi Finna spurði fóstru Geirs sem þar var og hvort það væri hans vandi Hún sagði að í langa tíma hefði hann engin jól heima verið og grét þá stórum Finna bað fólk hans ekki leita, sagði hann mundi sér sjálfum heim skila þá tíð væri Hún bjó til veislu eftir vanda og lét ekkert á sér festa um burtveru Geirs Grét fóstran þá stórum. afrétt (kvk), afréttur (kk): heiðaland sem bændur nota sameiginlega sem sumarhaga handa búfé var við hana fár: sagði ekki margt, fálátur lét ekkert á sér festa: lét ekkert á sér heyra eða spyrjast, gaf ekkert út á

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=