Gegnum holt og hæðir - rafbók

110 Ævintýri – Fyrst hefur þú skilið okkur, segir hún, við þann eina bjargargrip sem við áttum, svo nú erum við bjargarlaus með öllu og þar á ofan bætt á okkur heilum manni til að fæða Jöguðust þau karl og kerling nú góðan tíma út af þessu þangað til Grámann segir að ekki tjái þetta, hann skuli fara á stúfana og vita hvort hann geti ekki útvegað þeim og sér eitthvað að éta því skamma stund muni þau þrífast á nöldrinu Stökk þá Grámann burt út í myrkrið og kom bráðum aftur með gamlan og feitan sauð og bað þau skera hann og matreiða Voru þau fyrst treg til þess því þau þóttust vita að sauðurinn væri stolinn en þó gjörðu þau það á endanum Lifðu þau nú glatt í kotinu á meðan sauðurinn entist og undireins og hann var búinn sótti Grámann annan og svo hinn þriðja, fjórða og fimmta Þótti nú karli og kerlingu mjög vænt um Grámann fyrir aðdrætti hans og lifðu í allsnægtum á tómu sauðakjöti Kallaður í kóngsgarð Nú víkur sögunni heim í kóngsgarð Sauðamaður konungs fór að taka eftir því að honum voru smátt og smátt að hverfa sauðir úr hjörðinni Hann kunni ekki lag á því og segir nú kóngi frá að sig vanti fimm sauði sem hafi verið að smáhverfa og hann skilji ekkert í hvernig farist hafi; þar hljóti að vera þjófar í nágrenninu Fór þá kóngur að rannsaka hvort nokkur maður væri nýfluttur inn í sveitina og komst að því á endanum að maður væri nýkominn til karls og kerlingar í garðshorni sem enginn vissi nein deili á Gerði hann þá boð eftir manninum að finna sig upp í kóngsgarðinum Grámann brá við og fór en karl og kerling urðu dauðhrædd um að nú mundu þau missa þenna bjargvætt sinn, því hann mundi nú verða hengdur fyrir þjófnað Þegar Grámann kemur í kóngsgarð spyr kóngur hann hvort hann hafi stolið frá sér fimm sauðum gömlum sem sér hafi horfið Grámann segir: – Já, herra, það hef ég gert Kóngur spurði þá hvers vegna hann hefði gert það Þá segir Grámann: – Ég gerði það af því að karl og kerling í garðshorni eru vita bjargarlaus og hafa ekkert til að éta og eiga ekki neitt til af neinu en þú, konungur, hefur allsnægtir og átt miklu meira til en þú þarft á að halda og kemur ekki mat þínum í lóg Nú þótti mér þetta miklu jafnara að karl og kerling hefðu nokkuð af því sem þú þurftir ekki á að halda en að þau brysti en þú hefðir ofnóg Kóngur varð hálfhissa við orð Grámanns og spyr hvort það sé hans eina eða hans besta list að stela Grámann lætur lítið yfir því Þá segir kóngur að hann skuli gefa honum upp sökina ef hann geti á morgun stolið uxa sínum fimm vetra sem hann ætli að senda menn sína með út á skóginn En geti hann það ekki, þá skuli hann verða hengdur Grámann segir að þetta sé ómögulegt því hann muni láta passa uxann Kóngur segir að fyrir því verði hann sjálfur að sjá Fer nú Grámann heim og fagna þau honum vel karlinn og kerlingin Grámann segir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=