Gegnum holt og hæðir - rafbók

104 Ævintýri kyrran heima Spurðu þau hann hvort enginn hefði komið – Jú, segir hann Hann kom þessi rauðskeggjaði maður sem þú sagðir okkur frá en hann ætlar að lofa mér að vera sjö ár enn þá hjá ykkur Þau urðu mjög glöð af þessum tíðindum og óskuðu að þau þyrftu aldrei að sjá af honum Árin líða Nú liðu árin, tíðindalítið, þar til Báráður er langt kominn á fjórtánda árið Þá taka þau karl og kerling ógleði mikla og kvíða því ef þau þurfi nú að missa Báráð Hann hughreysti þau eftir mætti og sagði að þau mættu verða því fegin að hann færi frá þeim en þau tóku því allfjarri Nú kemur afmælisdagurinn þegar Báráður er fjórtán vetra gamall Var hann nú talinn afbragð allra annarra ungra manna bæði að líkamlegu atgervi og vitsmunum Má því nærri geta að þau karl og kerling unnu honum hugástum Segir þá Báráður við foreldra sína að það sé best fyrir þau að fara út í skóg og vera þar um daginn því að þeim þyki að líkindum lítil skemmtun þegar Rauðskeggur fari með hann Enn fremur sagði hann þeim að fara með svínin með sér Þau voru ellefu að tölu og voru höfð í stíu undir baðstofupalli – Ekki þurfið þið samt að hleypa þeim út því að það geri ég sjálfur Þegar hann hafði þetta mælt skundaði hann til stíunnar og tók öxi mikla í hönd sér Hjó hann þá eitt svínið sundur í miðju og batt annan helminginn á bakið á öðru svíni en hinum helmingnum kastaði hann í stíuna Síðan héldu karl og kerling af stað með svínin en Báráður settist í mestu makindum inn á pall Eigi leið langt áður drepið var á dyr Báráður gengur út og sér hann þá hvar Rauðskeggur er kominn sem hann átti tal við fyrir sjö árum Hann kastar kveðju á Báráð og segir: – Heill sértu, sonur góður – Það sért þú líka en ekki er ég þinn son, ég er sonur karls og kerlingar – Já, svei kerlingunni, sem soðið drakk og beinin át Hvorki ætlaðist ég til að í þér yrði aflið eða vitið, segir Rauðskeggur – Blessuð veri móðir mín fyrir það, segir Báráður – Ósköp ert þú orðinn stór, sonur góður, mælti Rauðskeggur – O, ekki held ég það geti nú heitið, segir Báráður – Eru þau heima, karl og kerling? spyr Rauðskeggur – Nei – Hvar eru þau nú? – Þau fóru út í skóg í morgun – Hvað starfa þau þar? atgervi: hæfileikar stía: kró, krubba, bás makindi: ró, friður drepið á dyr: bankað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=