Dægurspor

87 Niðurlag Hinn fjölhæfi Bjarni Böðvarsson þandi nikkuna og blés í saxófón á dansleikjum. Hann lék auk þess á kontrabassa í Sinfóníuhljómsveitinni. Bjarni stjórnaði lengi hljómsveit sem lék danslög í beinni útsendingu í útvarpi. Hann varð því eins konar heimilisvinur fólks um land allt, þó fáir hefðu hitt hann í eigin persónu og alltaf kallaður Bjarni Bö. í daglegu máli. Hann lést 1955 aðeins 55 ára að aldri. Eitt barna hans er söngvarinn Ragnar Bjarnason. Björn R. Einarsson var básúnuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og Lúðrasveit Reykjavikur. Hann stjórnaði einnig danshljómsveitum, lék þar á hljóðfæri og tók oft lagið. Meðal annarra má nefna píanóleikarana Árna Ísleifsson og Aage Lorange. KK sextett Kristjáns Kristjánssonar starfaði frá 1947 til ársloka 1961. Með honum unnu afbragðs hljóðfæraleikarar og söngvarar. Auk þess fékk ungt fólk tækifæri til að troða upp með sextettinum. Eftir að KK sextett hætti varð hljómsveit Svavars Gests sú vinsælasta, auk þess sem Svavar þótti skemmtilegur útvarpsmaður. Árið 1965 sagði hann hins vegar skilið við hljóðfæraleik og sneri sér að hljómplötuútgáfu (SG). Hann gaf m.a. út efni með sextett Ólafs Gauks og söngvurunum Svanhildi Jakobsdóttur og Rúnari Gunnarssyni. Sú hljómsveit varð landsþekkt fyrir skemmtiþætti sína á fyrstu árum íslensks sjónvarps, sem hóf útsendingar 1966 og enn fremur fyrir plötu með lögum Oddgeirs Kristjánssonar við texta Vestmannaeyjaskáldanna 1968. Einnig gaf Svavar Gests út plötur með hinni vinsælu hljómsveit Ingimars Eydal og söngvurunum Þorvaldi Halldórssyni og Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Seinna sungu með sveitinni Helena Eyjólfsdóttir og Bjarki Tryggvason, sem kom úr akureysku hljómsveitinni Póló. Dúmbó sextett og Steini voru gerðir út frá Akranesi og BG og Ingibjörg frá Ísafirði. Póník og Einar nefndist enn ein sveitin. Hún varð upphaflega til úr skólahljómsveit í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Söngvarinn Einar Júlíusson kom reyndar úr Keflavík. Með þeirri sveit lék um tíma Magnús Eiríksson, höfundur lagsins Braggablús, síðar forsprakki Mannakorna. Fleiri mætti nefna. Magnús Ingimarsson stjórnaði hljómsveit í Reykjavík. Söngvarar voru Þuríður Sigurðardóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson og síðar Pálmi Gunnarsson. Vilhjálmur eðaVilliVill eins oghannvar oft kallaður, bróðirEllýjar, lést tæplega 33 ára gamall en hafði þá fyrir löngu sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar. Magnús var afbragðs útsetjari líkt og bassaleikarinn Jón Sigurðsson (kallaður Jón bassi til aðgreiningar frá alnafna sínum Jóni í bankanum). Ólafur Gaukur Þórhallsson var einnig snjall útsetjari og síðar kvikmyndatónskáld, auk þess að hrista ótal texta fram úr erminni. Ekki má gleyma Ómari Ragnarssyni sem var að hefja fjölþættan feril sinn um þessar mundir. Plata Óðins Valdimarssonar meða laginu „Ég er kominn heim“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=