Laxdæla saga

89 27. Hefndin Á Alþingi sumarið eftir hitti Halldór Ólafsson systurson sinn norðan úr Víðidal, Barða Guðmundsson í Ásbjarnar- nesi. Halldór bauð Barða að koma við hjá sér á leið heim af þingi. Það þáði Barði og var í Hjarðarholti það sem eftir var sumars. Þá segir Halldór Barða frá því á laun að þeir bræður ætluðu að fara að Bolla, sagðist ekki lengur þola frýju móður sinnar. Barði dró heldur úr og sagði að það mundi mælast illa fyrir að ganga á sættir við frændur sína. „Í annan stað sýnist mér Bolli torsóttur. Hann hefur margt manna með sér og er sjálfur hinn mesti garpur. Þar skortir og eigi viturlegar ráðagerðir er þau eru Guðrún og Ósvífur.“ Halldór sagðist þurfa annars við en að hann torveldaði þetta mál fyrir sér. Hann hefði ekki nefnt þetta nema af því að hann væri ákveðinn að koma fram hefndinni og bað Barða að koma með þeim. Barði lofaði því. Halldór hafði frétt að Bolli hefði sent húskarla sína norður til Hrútafjarðar til skips en sjálfur væri hann í seli í Sælingsdal með fáa menn með sér. Nú safnaði Halldór að sér mönnum og urðu þeir níu saman. Synir Ólafs voru fjórir, hinn fimmti var Barði, sjötti Lambi sonur Melkorku og Þorbjarnar skrjúps, sjöundi Þorsteinn svarti bóndi í Hundadal í Dölum, áttundi Helgi Harðbeinsson mágur hans, níundi Án hrísmagi. Þorgerður bjóst til ferðar með þeim. Heldur löttu synir hennar þess, sögðu slíkt ekki kvennaferðir. Hún sagðist víst frýja merkir ögrun, áskorun löttu þess merkir drógu úr því

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=