Laxdæla saga

7 brúðkaupsveislunni og erfisdrykkju Unnar og skemmtu sér í nokkra daga. Síðasta dag veislunnar var Unnur jörðuð. Menn tóku skip og lögðu það í haug úr mold. Svo var lík Unnar lagt í skipið, og mikið fé með henni, og haugnum lokað. Ólafur feilan tók svo við búi í Hvammi og bjó þar til elli. Rifjið upp: 1. Hvers vegna flúði Ketill flatnefur frá Noregi? 2. Tveir synir Ketils fluttu til Íslands. Hverjir voru það og hvar settust þeir að? 3. Hver var dóttir Ketils? Rekið sögu hennar í stuttu máli. 4. Unnur djúpúðga var afbragð annarra kvenna. Nefnið nokkur dæmi sem sýna það. 5. Hver tók við búi Unnar djúpúðgu þegar hún lést? Til umræðu: • „Þá höfðu menn nýlega fundið Ísland,“ segir í textanum. Hvenær fannst Ísland og hverjir voru þar að verki? • Hvað segir þessi fyrsti kafli okkur um stöðu kynjanna í samfélagi víkingaaldar? • Í textanum segir: „Einn þeirra hét Kollur. Honum gifti Unnur Þorgerði dóttur Þorsteins sonar síns ...“ Hvernig fóru giftingar fram á víkingaöld? Hvað var það sem réði því hver giftist hverjum? • Unnur var lögð í haug eftir að hún dó. Hvers konar greftrunarvenju er hér um að ræða?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=