Laxdæla saga

6 stað með liði sínu, tuttugu manns, að hitta Helga bróður sinn á Esjubergi. Hann bauð henni til sín með helminginn af fólkinu. En Unnur reiddist því og sagðist ekki hafa vitað að hann væri slíkt lítilmenni. Þá fór hún vestur í Bjarnarhöfn að finna Björn bróður sinn. Hann kom á móti henni og bauð henni til sín með alla sína menn. Þar var Unnur fyrsta veturinn á Íslandi. Vorið eftir fór Unnur vestur í Dali og nam þar land. Hún byggði sjálf bæ í Hvammi en gaf förunautum sínum land víða um Dali. Einn þeirra hét Kollur. Honum gifti Unnur Þorgerði dóttur Þorsteins sonar síns og gaf þeim allan Laxárdal. Kollur var síðan kallaður Dala-Kollur. Ólafur feilan hét yngsti sonur Þorsteins. Hann bjó í Hvammi hjá Unni. Þegar hún gerðist ellimóð kallaði hún Ólaf til sín og sagði að nú væri kominn tími til að hann eignaðist konu. Síðan var fundin kona handa Ólafi og haldin brúðkaupsveisla í Hvammi. Þegar allir voru sestir að brúðkaupsveislu tilkynnti Unnur að hún gæfi Ólafi bæ sinn með öllu sem honum fylgdi. Svo stóð hún upp og sagðist ætla að fara að sofa en bað fólk að skemmta sér sem best. Sagt er að Unnur hafi verið bæði há og þrekleg. Hún gekk hratt út eftir skálanum og höfðu menn orð á að hún væri enn virðuleg. Svo sátu menn lengi að drykkju og skemmtu sér vel. Unnur var vön að fara ekki á fætur fyrr en um miðjan dag og bannaði að láta vekja sig. Daginn eftir svaf hún þó svo lengi að Ólafur feilan gat ekki stillt sig um að vitja um ömmu sína. Þá sat hún uppi við kodda og var dáin. Þá slógu menn saman förunautar eru ferðafélagar feilan merkir ylfingur, úlfshvolpur ellimóð merkir gömul og lasburða af elli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=