Laxdæla saga

72 Rifjið upp: 1. Í haustboði sem haldið var í Hjarðarholti urðu breytingar á því hvaða kona sæti í öndvegi, sem var mikið og eftirsótt virðingarsæti. Hvað breyttist? 2. Einn merkisgripur hvarf eftir haustboðið í Hjarðarholti. Hvaða gripur var það og hvar fannst hann? 3. Kjartan og Hrefna fóru í boð að Laugum. Hrefna ætlaði ekki að taka moturinn með en skipti um skoðun. Hver var það sem hvatti hana til þess að skilja moturinn ekki eftir? 4. Moturinn margumræddi hvarf í boðinu. Hvað var talið að hefði orðið um hann? Til umræðu: • Það er Þorgerður sem hvetur Hrefnu til að fara með moturinn að Laugum. Rifjið nú upp hverra manna hún er og hvað komið hefur fram um skaplyndi hennar (sjá 6. kafla). • Bolli neitar að vera valdur að gripahvörfunum. Finnst ykkur trúlegt að hann segi satt? • Hvað er Guðrún að meina með þessum orðum: „Þó að svo sé sem þú segir, að þeir menn séu hér sem hafi ráðið því að moturinn skyldi hverfa, þá virði ég svo að þeir hafi að sínu gengið. Hafið nú það fyrir satt þar um sem ykkur líkar, hvað af motrinum er orðið”?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=