Laxdæla saga

69 Ólafur bað hann hafa sem hljóðast um þetta en sendi njósnarmenn með öllum gestunum. Tveir heimamenn í Hjarðarholti hétu báðir Án og voru aðgreindir þannig að annar var kallaður Án hinn hvíti en hinn Án hinn svarti. Án hinn hvíti var sendur með Laugafólki. Á leiðinni var stansað og tók Án þá eftir því að einn sonur Ósvífurs hvarf frá hópnum og kom svo aftur. Án fylgdi þeim nokkru lengra en sneri svo við. Um nóttina hafði fallið snjóföl. Þegar Án kom að staðnum þar sem sonur Ósvífurs hafði horfið rakti hann spor hans að keldu nokkurri. Þar þreifaði hann niður í og fann sverðið á kafi. Hann tók sverðið upp og færði Kjartani það. Kjartan tók sverðið og lagði það niður í kistu en umgerðin um sverðið fannst aldrei. Kjartan hafði jafnan minni mætur á sverðinu síðan en áður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=