Laxdæla saga

68 20. Gripahvörf Þetta haust var komið að Ólafi að halda haustboð. Þangað komu Ósvífur, Guðrún og Bolli og synir Ósvífurs. Morguninn eftir að þau komu ræddi kona ein um það í skálanum í Hjarðarholti hvernig ætti að skipa konum í sæti í veislunni. Konan var þá stödd við rúm Kjartans í skálanum. Hann var að klæða sig og steypti yfir sig rauðum skarlatskyrtli. Þá svaraði Kjartan konunni og sagði: „Hrefna skal sitja í öndvegi og vera mest metin að öllu leyti meðan ég er á lífi.“ En Guðrún hafði áður alltaf setið í öndvegi í Hjarðarholti. Guðrún var þar nálægt og heyrði hvað Kjartan sagði. Hún roðnaði við en svaraði engu. Daginn eftir stakk Guðrún upp á því við Hrefnu að hún setti upp moturinn og sýndi mönnum besta grip sem komið hefði til Íslands. Kjartan var hjá og heyrði hvað hún sagði. Hann var fljótari að svara en Hrefna og sagði: „Ekki skal hún falda sér með motri að þessu boði, því að meira þykir mér skipta að Hrefna eigi hina mestu gersemi en boðsmenn hafi nú augnagaman af að sinni.“ Daginn eftir, þegar aðrir heyrðu ekki til, bað Guðrún Hrefnu að sýna sér moturinn. Hún fór í kistu sína og tók moturinn upp. Guðrún fletti motrinum í sundur og horfði á hann en hafði engin orð um hann. Boðið stóð í viku. Þegar gestirnir voru að búast til brottferðar var Kjartan að hjálpa þeim að búa hesta sína og hafði sverðið konungsnaut ekki með sér, eins og hann var þó vanur. Þegar menn voru ferðbúnir gekk hann að rúmi sínu og sá að sverðið var horfið. Hann gekk til föður síns og sagði honum frá þessu. að sitja í öndvegi merkir að sitja í virðingarsæti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=