Laxdæla saga

66 19. Kjartan og Hrefna Kjartan var heima í Hjarðarholti um veturinn og var heldur fálátur. Eftir jól fór hann norður að Ásbjarnarnesi í Víðidal að heimsækja Þuríði systur sína. Þar voru þá háðir knattleikir um veturinn og kom þangað margt fólk úr héraðinu. Þangað komu Kálfur Ásgeirsson og Hrefna systir hans, því að þau bjuggu í sömu sveit. Dag einn kom Þuríður að máli við Kjartan bróður sinn og sagðist hafa frétt að hann væri heldur hljóður. Hún ráðlagði honum að kvongast og ganga að eiga Hrefnu Ásgeirsdóttur, eins og hann hefði talað um sumarið áður. Kjartan tók vel undir það. Hann gaf sig nú á tal við Hrefnu og töluðu þau lengi saman. Daginn eftir voru menn sendir eftir Ásgeiri, föður Hrefnu, að bjóða honum að Ásbjarnarnesi. Þar var málið rætt og hvatti Kálfur mjög til þess að Hrefna væri gefin Kjartani. Hrefna neitaði því ekki fyrir sína hönd og bað föður sinn ráða. Er það nú ákveðið að þau skuli giftast og vildi Kjartan ekki annað en brúðkaupið yrði haldið í Hjarðarholti. Var ákveðið að halda brúðkaup þar næsta sumar. Nú reið Kjartan heim og var eftir þetta miklu kátari en áður. Í brúðkaupinu gaf Kjartan Hrefnu moturinn og hafði enginn maður séð annan eins grip. Kjartan var þá allra manna kátastur og skemmti mönnum með því að segja frá ferðum sínum og vist sinni hjá Ólafi konungi Tryggvasyni. Síðan fóru boðsmenn heim eftir vikulanga veislu en Hrefna varð eftir í Hjarðarholti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=