Laxdæla saga

63 Rifjið upp: 1. Áður en Kjartan fór frá Noregi kvaddi hann Ingibjörgu konungssystur. Hvað gaf hún honum að skilnaði? 2. Hvaða gjöf gaf Ólafur konungur Kjartani þegar þeir kvöddust? 3. Hverjir tóku á móti Kjartani og Kálfi þegar þeir komu til landsins? 4. Hvernig brást Kjartan við þegar hann frétti að Bolli og Guðrún væru gift? 5. Hver voru samskipti Hrefnu, systur Kálfs Ásgeirssonar, og Kjartans eftir heimkomuna frá Noregi? 6. Hvað á Kjartan við þegar hann segist bæði vilja eiga ,,motur og mey“? Til umræðu: • Ræðið nú um ástamál þessa fólks sem segir frá í þessum kafla og þeim næstu á undan. Í 12. kafla kemur sitthvað fram um tilfinningar Kjartans og Guðrúnar. Í 16. kafla segir frá því hvernig Bolli túlkar fjarveru Kjartans. Í 17. kafla segir frá því þegar Kjartan kvaddi Ingibjörgu. • Hvernig brást svo Kjartan við þegar hann kom heim og frétti að Guðrún og Bolli væru gift? Hvað er að segja um viðbrögð Kjartans? Verkefni: 1. Skrifið nú stutta samantekt á því sem hefur gerst. Rekið í örstuttu máli samskipti Kjartans og Guðrúnar frá því að sagt er frá fyrstu kynnum þeirra (12. kafli) og þar til Kjartan kemur til Íslands og fréttir að Guðrún er gift Bolla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=