Laxdæla saga

62 Kálfur gekk á undan og sá Hrefnu með moturinn á höfðinu. Honum brá við og bað hana að taka hann ofan sem skjótast, því að moturinn væri eini hluturinn í kistunni sem Kjartan ætti einn. En Kjartan horfði lengi á Hrefnu og sagði: „Vel þykir mér þér fara moturinn, Hrefna, og líklega er best að ég eigi allt saman, motur og mey.“ Hrefna sagðist ekki hafa haldið að hann vildi giftast í bráð. En Kjartan sagði að ekki skipti miklu máli hvaða konu hann ætti en ekki vildi hann lengi vera vonbiðill neinnar konu. Hrefna tekur nú ofan moturinn og fær Kjartani en hann setur hann ofan í kistu sína. Skömmu seinna fóru þau hvert heim til sín og settist Kjartan að í Hjarðarholti hjá föður sínum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=