Laxdæla saga

41 11. Annað hjónaband Guðrúnar Þórður Ingunnarson átti konu sem Auður hét og var kölluð Bróka-Auður, því sagt var að hún gengi stundum í karlmannsbuxum. Sumarið eftir að Guðrún skildi við Þorvald riðu þau Þórður og Guðrún saman til Alþingis. Dag einn, er þau riðu yfir Bláskógaheiði í góðu veðri og sólskini, sagði Guðrún: „Hvort er það satt, Þórður, að Auður kona þín sé jafnan í brókum?“ Hann sagðist ekki hafa fundið til þess. „Lítil brögð munu þá að því,“ segir Guðrún, „ef þú finnur eigi. Og fyrir hvað skal hún þá heita Bróka-Auður?“ Þórður sagðist ekki vita til að hún hefði verið kölluð það lengi. Guðrún svarar: „Hitt skiptir hana enn meira að hún eigi þetta nafn lengi síðan.“ Eftir þetta riðu menn til þings. Dag einn á þinginu spurði Þórður Guðrúnu hvaða refsing lægi við því ef kona gengi í karlmannsbrókum. Guðrún svaraði að um það gilti það sama sem um karlmenn ef þeir gengju í kvenskyrtum. Það væri skilnaðarsök. Þórður spurði hana hvort henni fyndist ráðlegra að hann skildi við konu sína strax á þinginu eða biði þangað til heim væri komið. Guðrún hvatti hann til að bíða ekki og svaraði með málshætti: „Aftans bíður óframs sök.“ Þá spratt Þórður upp og gekk til Lögbergs og sagði skilið við Auði. Ekki frétti Auður af þessu fyrr en eftir þingið. Aftans bíður óframs sök merkir að málefni hins lata bíða til kvölds

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=