Laxdæla saga

38 Rifjið upp: 1. Guðrúnu Ósvífursdóttur dreymdi fjóra merka drauma. Hvað dreymdi hana? 2. Hver réði drauma Guðrúnar og hvað sagði hann að þeir myndu tákna? Til umræðu: • Guðrúnu setti dreyrrauða þegar hún heyrði ráðningu Gests á draumunum sem merkir að hún roðnaði mjög í framan og ljóst að henni líkaði ekki vel það sem Gestur sagði. Hver kynni að vera skýringin? verkefni: 1. Ræðið um drauma. Hefur ykkur dreymt eitthvað sem þið teljið að hafi komið fram? mestur höfðingi þeirra allra og mundi bera ægishjálm yfir Guðrúnu. En þar sem hjálmurinn steyptist út í Hvammsfjörð mundi maður hennar drukkna þar. Guðrúnu setti dreyrrauða meðan Gestur réði draumana. En engin orð hafði hún um fyrr en hann lauk máli sínu. Þá þakkaði hún honum fyrir og sagði: „Mikið er til að hyggja, ef þetta allt skal eftir ganga.“ Mikið er til að hyggja þýðir að það séu mikil tíðindi í vændum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=