Laxdæla saga

37 átti síst von á, þá renndi hringurinn af hendi mér og í vatnið og sá ég hann aldrei síðan. Síðan vaknaði ég.“ „Ekki er sá draumur minni,“ sagði Gestur. Enn sagði Guðrún: „Sá er þriðji draumur minn að ég þóttist hafa gullhring á hendi og þóttist ég eiga hringinn og þótti mér bættur skaðinn. Kom mér í hug að ég mundi þessa hrings lengur njóta en hins fyrri. Síðan þóttist ég falla og vilja styðja mig með hendinni en gullhringurinn kom á stein og stökk í tvo hluta og þótti mér dreyra úr hlutunum. Það þótti mér líkara harmi en skaða. Kom mér þá í hug að brestur hefði verið í hringnum og þegar ég hugði að brotunum, þá þóttist ég sjá fleiri bresti á þeim. Þótti mér þó sem hann mundi vera heill ef ég hefði betur til gætt. Og var eigi þessi draumur lengri.“ Gestur svarar: „Ekki fara í þurrð draumarnir.“ Og enn mælti Guðrún: „Sá er hinn fjórði draumur minn að ég þóttist hafa hjálm á höfði úr gulli og mjög gimsteinum settan. Ég þóttist eiga þessa gersemi. En það þótti mér helst að, að hann var nokkuð þungur svo að ég bar hallt höfuðið. Þó gaf ég hjálminum enga sök á því og ætlaði ég ekki að lóga honum. En þó steyptist hann af höfði mér og út í Hvammsfjörð. Og eftir það vaknaði ég. Eru þér nú sagðir draumarnir allir.“ Gestur sagði að draumarnir merktu allir það sama. Hún mundi eignast fjóra menn. Þann fyrsta mundi hún skilja við, því hefði hún kastað faldinum í vatnið. Silfurhringurinn táknaði mann sem mundi drukkna. Sá þriðji, gullhringurinn, yrði veginn með vopnum. „Muntu þá þykjast glöggt sjá þá þverbresti er á þeim ráðahag hafa verið,“ sagði Gestur. Fjórði maður hennar yrði dreyra merkir að blæða að bera hallt höfuðið þýðir að höfuðið hallast undan þunganum lóga merkir að farga, losa sig við e-ð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=