Laxdæla saga

35 Síðan fer Þuríður heim í Hjarðarholt og gefur Bolla Fótbít, því að hún unni honum ekki minna en bræðrum sínum. Bolli bar sverðið lengi síðan. Eftir þetta fengu þeir Geirmundur byr og sigldu til Noregs. En þegar þeir komu að landi fórst skipið með allri áhöfn. Þuríður giftist síðar manni sem hét Guðmundur Sölmundarson og bjó í Ásbjarnarnesi norður í Víðidal í Húnaþingi. Rifjið upp : 1. Ólafur Höskuldsson fór til Noregs. Hvert var erindið? 2. Hvernig atvikaðist það að víkingurinn Geirmundur kom með honum til Íslands? 3. Hver urðu svo tengsl Ólafs og Geirmundar? 4. Hvernig lauk hjónabandi Geirmundar og Þuríðar? 5. Hvernig komst sverðið Fótbítur í eigu ættar Ólafs? Hver eignaðist það? 6. Í kaflanum er forspá, hver er hún? Til umræðu: • Hvað finnst ykkur um afstöðu Þuríðar til Gróu dóttur sinnar? • Af hverju ætli Þorgerði hafi verið illa við ferð Ólafs? Ætli hún hafi verið sátt við húsakostinn eins og hann var eða hrædd við hættulega og langa siglingu? Eða vildi hún ekki að hann færi, minnug tilveru Melkorku? Til athugunar: Leggið á minnið það sem Geirmundur segir um sverðið Fótbít. Það verður rifjað upp seinna í sögunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=