Laxdæla saga

33 þig til baka eins og hund.“ Lauk svo að Geirmundur fór með honum til Íslands. Þegar þangað kom bauð Ólafur Geirmundi að búa hjá sér. Geirmundur átti gott sverð með hjöltum úr rostungstönn. Þetta sverð kallaði hann Fótbít og skildi það aldrei við sig. Geirmundur hafði ekki verið lengi í Hjarðarholti þegar hann bað Þuríðar, dóttur Ólafs og Þorgerðar. Ólafur neitaði því. Þá talaði Geirmundur við Þorgerði og fékk hana til að fallast á bónorðið. Hún vakti svo máls á því við Ólaf. Þá svarar Ólafur: „Eigi skal þetta gera í móti þér, heldur en annað, þótt ég væri fúsari að gifta Þuríði öðrum manni.“ Þorgerður fór svo og sagði Geirmundi. Hann vakti þá bónorð í annað sinn við Ólaf og var það nú auðsótt. Svo var haldin fjölmenn brúðkaupsveisla í Hjarðarholti, því að Ólafur hafði lokið við nýja skálann. Ekki kom þeim Þuríði og Geirmundi vel saman. Þrjá vetur bjuggu þau saman en þá vildi hann fara til baka til Noregs. Hann sagði að Þuríður skyldi verða eftir og eins árs dóttir þeirra sem hét Gróa. Ekkert fé vildi Geirmundur skilja eftir í meðgjöf með dóttur sinni. Þetta líkaði þeim Þorgerði og Þuríði illa og sögðu Ólafi. En Ólafur var sáttfús og vildi fallast á að hafa barnið eftir. Meira að segja gaf hann Geirmundi skip sitt að skilnaði. Síðan bjó Geirmundur skipið á brott og sigldi út úr Laxárósi. En þegar þeir komu út að Öxney á Breiðafirði lægði vind og biðu þeir þar í hálfan mánuð eftir byr út úr firðinum. hjalt á sverði er hlíf milli handfangsins á sverðinu og blaðsins meðgjöf merkir meðlag, það sem greitt er með barni til að kosta uppeldi þess

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=