Laxdæla saga

28 Rifjið upp: 1. Ólafur bað sér konu. Hvað hét hún og hverra manna var hún? 2. Hvernig var bónorðinu tekið í fyrstu? Hver var ástæðan? 3. Hvað varð svo til þess að afstaða konunnar breyttist? 4. Ólafur gaf tengdaföður sínum merkan grip eftir að brúðkaupið var afstaðið. Hvaða gripur var það? Til umræðu: • Hvernig breyttist staða Ólafs eftir förina til Írlands? • Egill Skalla-Grímsson tekur því vel þegar Höskuldur biður um dóttur hans fyrir tengdadóttur en vísar því til Þorgerðar. Er þetta að einhverju leyti óvenjulegt miðað við það sem þá tíðkaðist? Verkefni: 1. Skráið hjá ykkur leiðina frá bónorði Ólafs til samþykkis Þorgerðar í örfáum skrefum. 2. Hver var Egill Skalla-Grímsson? Leitið upplýsinga á netinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=