Laxdæla saga

27 það var borið upp en nú mun ég ráða því að það skal ekki falla niður. Nú skulum við ganga strax til búðar Egils.“ Höskuldur bað hann ráða því. Ólafur var þannig búinn að hann var í skarlatsklæðum sem Haraldur konungur hafði gefið honum. Hann hafði gullroðinn hjálm á höfði og sverð það í hendi sem Mýrkjartan konungur hafði gefið honum. Þeir Höskuldur og Ólafur ganga nú í búð Egils. Hann fagnar þeim vel og sest Höskuldur hjá honum en Ólafur stóð upp og litaðist um. Ólafur sá að kona sat á palli í búðinni, fögur og vel búin, og þóttist vita að það væri Þorgerður. Hann gengur að pallinum og sest niður hjá henni. Þorgerður heilsar þessum manni og spyr hver hann sé. Ólafur nefnir nafn sitt og föður síns og segir svo: „Mun þér þykja djarfur gerast ambáttarsonurinn, er hann þorir að sitja hjá þér og ætlar að tala við þig.“ Þorgerður svarar: „Það muntu hugsa að þú hafir gert meiri þoranraun en tala við konur.“ Síðan taka þau tal saman og tala þann dag allan. Ekki heyrðu menn hvað þau töluðu. Og áður en þau slitu talinu kölluðu þau á Egil og Höskuld. Þá var aftur farið að ræða um bónorðið. Vill þá Þorgerður láta föður sinn ráða. Þá var málið auðsótt og var ákveðið að halda brúðkaup þeirra Ólafs og Þorgerðar á Höskuldsstöðum næsta sumar. Þar var mikil veisla og allir gestir leiddir út með gjöfum. Þá gaf Ólafur Agli sverðið góða sem Mýrkjartan hafði gefið honum og varð Egill léttur á brún við gjöfina. skarlatsklæði eru föt úr lituðu efni, oftast rauð þoranraun merkir afreksverk, hættuspil

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=